Innlent

Flutningabíll hafnaði utan vegar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flutningabíll hafnaði utan vegar á Suðurlandsvegi austan við Vorsabæ laust eftir klukkan 18 í dag. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli var slysið minniháttar.

Þá urðu tvær bílveltur í kjördæmi lögreglunnar á Hvolsvelli, og áttu þær sér báðar stað austur af Pétursey rétt eftir klukkan 16 í dag. Engin slys urðu á fólki.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni eru hálkublettir eru á fáeinum vegum í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á þjóðveginum frá Þjórsá að Markarfljóti.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er mikið orðið autt á láglendi en víða er nokkur hálka á fjallvegum. Snjóþekja eða hálkublettir eru nokkuð víða í uppsveitum Borgarfjarðar. Snjóþekja er norður í Árneshrepp.

Það er víðast orðið autt á Norðurlandi en þó eru hálkublettir á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi. Éljagangur er á Öxnadalsheiði.

Hálkublettir eru á Mývatns- og Mörðudalsöræfum en vegir á Austurlandi eru annars greiðfærir.

Þá eru líkur á því að færð geti spillst og hætt er við hálku á. Tryggingarfyrirtækin Sjóvá og VÍS sendu frá sér tilkynningar í dag þar sem fólk er hvatt til að fara varlega í umferðinni og leggja vel hvílt af stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×