Erlent

Flugvélabrakið í rannsókn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Reunion er frönsk eyja, austur af Madagaskar.
Reunion er frönsk eyja, austur af Madagaskar. Vísir/AFP
Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. Hluturinn var á dögunum fluttur til Toulouse og munu frönsk yfirvöld sjá um rannsóknina, með aðstoð malaískra og ástralskra sérfræðinga.  

Niðurstaðna úr rannsókninni er að vænta fyrir vikulok, en sérfræðingar telja það nær öruggt að um sé að ræða brak úr þotunni. Hluturinn sem fannst er um tveggja metra langur og fannst um 10.000 kílómetrum frá þeim stað sem flugvélin sást síðast á ratsjá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×