Erlent

Flugvél SAS nauðlent á Grænlandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Ljós um borð slokknuðu og reykjarlykt barst um farþegarýmið.
Ljós um borð slokknuðu og reykjarlykt barst um farþegarýmið. Vísir/AFP
Farþegaflugvél frá SAS flugfélaginu var nauðlent í Syðri Stramsfirði á Grænlandi eftir að ljós um borð slokknuðu og reykjarlykt barst um farþegarýmið. Þá var skemmst til Syðri Straumsfjarðar og ákvað flugstjórinn að lenda þar.

Vélin, sem er af gerðinni Airbus 330, var á leið frá Stokkhólmi til Chicago með 146 farþega og níu manna áhöfn og sakaði engan. Farþegarnir gistu á hóteli í nótt og verða væntanlega sóttir í dag, en ekki er vitað hvað fór úrskeiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×