Erlent

Flugvél með á fimmta tug innanborðs hrapaði í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Vél PIA tók á loft í Chitral. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vél PIA tók á loft í Chitral. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Pakistanskir fjölmiðlar hafa greint frá því að flugvél Pakistan International Airlines hafi hrapað í norðurhluta landsins.

Rúmlega fjörutíu manns eiga að hafa verið um borð í vélinni.

Talsmaður flugfélagsins segir að 37 farþegar hafi verið um borð í vélinni PK-661 og tíu áhafnarmeðlimir.

Samband rofnaði milli vélarinnar og flugumferðarstjórnar eftir að vélin tók á loft í Chitral, en hún var á leiðinni til höfuðborgarinnar Islamabad.

Fréttir herma að vélin hafi hrapað nærri bænum Havelian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×