Innlent

Flugumferðarstjórar og Samtök atvinnulífsins hafa samið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Flugumferðarstjórar hafa fundað ásamt Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara.
Flugumferðarstjórar hafa fundað ásamt Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara.
Samtök atvinnulífsins (SA) f.h. Isavia og Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) undirrituðu kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í nótt.  Samningurinn er til ársloka 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara.

Kjarasamningurinn verður nú kynntur stjórn Isavia og félagsmönnum FÍF og hann borinn undir atkvæði. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir eigi síðar en 10. júlí segir í tilkynningu.

Samningar við flugumferðarstjóra urðu lausir í nóvember á síðasta ári og eftir að ekki gekk að semja fóru flugumferðarstjórar í yfirvinnubann snemma í apríl. Það merkir að þeir ganga venjubundnar vaktir en taka ekki yfirvinnuvaktir. Þetta hefur valdið röskun á flugumferð á Keflavíkurflugvelli og telja flugumferðarstjórar það sýna hversu alvarleg manneklan er hjá stéttinni hér á landi.

Lög voru sett á yfirvinnubannið af Alþingi snemma í júní en þau kváðu á um að Gerðardómi yrði gert að ákveða um kaup og kjör flugumferðarstjóra ef ekki tækist að semja fyrir 24. júní, sem var í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×