Erlent

Flugstjóri pantaði pítsur fyrir farþega vegna seinkunar

Atli Ísleifsson skrifar
Flugstjórinn borgaði pítsurnar fyrir farþegana úr eigi vasa.
Flugstjórinn borgaði pítsurnar fyrir farþegana úr eigi vasa. Vísir/Getty
Farþegar á leið til frá Washington til Denver í Bandaríkjunum fengu óvænta sárabót eftir að vél þeirra seinkaði þegar flugstjóri vélarinnar pantaði handa þeim 35 pítsur. Óveður olli því að vélin gat ekki lent í Denver og vegna eldsneytisskorts var ákveðið að lenda á nærliggjandi flugvelli í Cheyenne í Wyoming-ríki.

Á vef Telegraph segir að flugstjórinn, sem starfar hjá lággjaldaflugfélaginu Frontier Airlines, hafi fundið svo til með farþegunum 160 að hann hafi ákveðið að taka upp símann og panta handa þeim pítsur sem hann borgaði úr eigin vasa.

Fljótlega eftir að pítsurnar komu á staðinn og farþegar höfðu klárað máltíðina fékk flugstjórinn heimild til að halda fluginu áfram til Denver þar sem vélin lenti um stundarfjórðungi síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×