Viðskipti innlent

Flugskólinn kaupir fjórar kennsluvélar á Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Vélarnar varða sóttar í Tecnam-verksmiðunum um miðjan júlí næstkomandi og verður ferjuflogið frá Capua, norður af Napólí, til Reykjavikur.
Vélarnar varða sóttar í Tecnam-verksmiðunum um miðjan júlí næstkomandi og verður ferjuflogið frá Capua, norður af Napólí, til Reykjavikur. Mynd/Flugskóli Íslands
Flugskóli Íslands hefur gert samning við Tecnam á Ítalíu um kaup á fjórum nýjum Tecnam P2002 JF Glass cockpit kennsluvélum.

Vélarnar varða sóttar í Tecnam-verksmiðunum um miðjan júlí næstkomandi og verður ferjuflogið frá Capua, norður af Napólí, til Reykjavikur.

Í tilkynningu frá Flugskólanum segir að mikil ásókn sé í flugmannsnám hjá skólanum og eru kaupin á vélunum fjórum gerð til þess að koma til móts við þeirri eftirspurn en sífellt fleiri sækjast í flugtengd nám hér á landi.

„Tecnam P2002 JF er tveggja sæta, eins hreyfils, lágvængja vél og fellur í flokk svo kallaðra mjög léttra flugvéla og verður góð viðbót við flota skólans.

Hún þykir hafa einstaka yfirburði og eiginleika og lætur vel af stjórn auk þess sem viðhald hennar er einfalt og þægilegt sem hefur gert hana mjög vinsæla fyrir flugkennslu víða um heim og eru fjölmargir flugskólar í Evrópu og í Bandaríkjunum sem hafa valið Tecnam P2002 JF,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×