Viðskipti innlent

Flugsætakaup stjórnvalda hjá Icelandair fólu ekki í sér ríkisaðstoð

Atli Ísleifsson skrifar
ESA hefur haft málið til athugunar eftir að kvörtun barst stofnuninni seinni hluta árs 2012.
ESA hefur haft málið til athugunar eftir að kvörtun barst stofnuninni seinni hluta árs 2012. Vísir/Pjetur Sigurðsson
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaup íslenskra stjórnvalda á flugmiðum á grundvelli rammasamninga við Icelandair feli ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Stofnunin hefur haft málið til athugunar eftir að kvörtun barst seinni hluta árs 2012.

Í tilkynningu frá ESA segir að stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins hafi á grundvelli rammasamninganna keypt flugmiða af Icelandair þegar þess var þörf.

Flugmiðarnir hafi verið keyptir á sömu kjörum og með sömu skilmálum og buðust öðrum stórum viðskiptavininum Icelandair. „Ekki verður annað séð en að rammasamningar íslenska ríkisins við Icelandair hafi verið eðlilegir viðskiptagerningar á markaðsforsendum sem fólu ekki í sér ívilnun til handa Icelandair. Þar af leiðandi fólu umræddir samningar ekki í sér ríkisaðstoð.“

Stofnunin komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að rannsaka meinta mismunun Flugmálastjórnar Íslands við afgreiðslu á flugréttindum enda hefði Samgönguráðuneytið á sínum tíma fellt ákvörðun Flugmálastjórnar úr gildi og Samkeppniseftirlitið hefði auk þess tekið á málinu með fullnægjandi hætti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×