Innlent

Flugótti eykst

Linda Blöndal skrifar
Flughræðsla er meiri nú en áður.
Flughræðsla er meiri nú en áður.
Flugótti meðal almennings eykst við þessar aðstæður segir Páll Stefánsson, flugstjóri og kennari á flughræðslunámskeiði. Færri mæta þó á námskeið við þær aðstæður því því lýkur með því flugferð til útlanda. Eftir árásina á tvíburaturnana árið 2001 féllu niður flughræðslunámskeið alveg því allir hættu við, segir Páll sem hefur í18 ár kennt fólkið að takast á við flugótta. 

Meira en allt árið í fyrra

Meira en 460 manns hafa farist í þremur flugslysum í háloftunum í vikunni og er það helmingi meira en allt árið í fyrra. Þota Air Algerie fórst í gær á leið frá Burkina Faso til Alsír  þegar hún hrapaði yfir Sahara eyðimörkinni. Áður, á miðvikudag hafði þota frá TransAsia brotlent í Taívan og þá var farþegavél Malaysian Airlines skotin niður yfir Úkraínu. Fyrr á árinu hvart flugvél sama flugfélags og leifar sem töldust til hennar fundust ekki fyrr en mörgum dögum síðar.

Öryggismálin líklega endurskoðuð 



Páll S. Pálsson, yfirmaður flugsviðs Samgöngustofu segir að búast megi við að öryggismál í flugsamgöngum verði endurskoðuð þegar rannsóknum á slysunum fjögurra er lokið. Hann telur þó ekki hægt að segja að ótryggara sé að ferðast með flugvélum núna en áður. Öryggi hafi aukist mjög mikið undanfarin ár og tölurnar tali sínu máli. Annað verði svo að koma í ljós þegar fram líða stundir.  

Innan alþjóðlegra öryggisstaðla er þó nokkuð svigrúm fyrir flugfélög í áhættumati og misjafnt hve varlega þau fara. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×