Erlent

Flugmenn mynduðu undarleg ljós langt yfir Kyrrahafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrirbærið er óneitanlega undarlegt.
Fyrirbærið er óneitanlega undarlegt. Mynd af Facebook
Flugmenn sem staddir voru í 34 þúsund feta hæð yfir Kyrrahafinu, suður af Kamchatkaskaga, urðu vitni að vægast sagt furðulegu sjónarspili þann 23. ágúst. Þá sáu þeir rauðglóandi ský á himni sem nálgaðist þá óðfluga.

Sagt er frá þessu á vefum alltumflug.is.

Christiaan van Heijst náði myndum af fyrirbærinu. Hann segir að fyrst hafi flugmennirnir orðið varir við skært ljós sem hafi skotist beint upp frá jörðinni. Christiaan tók myndir af himninum og norðurljósunum sem hann segir hafa verið einkennileg.

Tuttugu mínútum síðar varð hann var við rautt ljós í fjarska, en það þótti honum undarlegt þar sem þær væru að fljúga yfir sjó og hundruð kílómetra væru í næsta land. Það fyrsta sem þeim datt í hug væri að stórt eldfjall hefði myndast fyrir neðan þá.

Flugmennirnir tilkynntu flugumferðarstjórn ljósin og tóku myndir.

Myndirnar og tilgátur Christiaan van Heijst um hvað sé þarna á ferð má sjá á Pbase síðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×