Erlent

Flugmaðurinn sagðist eiga í vélavandræðum

Samúel Karl Ólason! skrifar
Flugvélin brotlenti um 70 kílómetra frá Islamabad, höfuðborg Pakistan.
Flugvélin brotlenti um 70 kílómetra frá Islamabad, höfuðborg Pakistan. Vísir/EPA
Flugstjóri flugvélarinnar sem brotlenti í Pakistan í gær sendi út neyðarkall skömmu áður en samband við flugvélina rofnaði. Hann sagði flugumferðarstjórnendum að hann ætti við vélavandræði að stríða, en allir 48 sem voru um borð í flugvélinni létu lífið.

Rannsókn stendur nú yfir á tildrögum slyssins, en samkvæmt BBC, segir yfirmaður flugfélagsins Pakistan International Airlines að flugvélin hafi verið í góðu ástandi.

„Ég vil að það sé á hreinu að flugvélin var í fullkomnu standi. Ég held að það hafi ekki verið að ræða um tæknileg né mannleg mistök,“ segir Muhammad Azam Saigol. Flugfélagið hefur einnig gefið út að búið sé að finna minnst annan flugrita flugvélarinnar.

Flugvélin brotlenti um 70 kílómetra frá Islamabad, höfuðborg Pakistan. Lík farþega hafa nú verið flutt á sjúkrahús þar sem notast þarf við DNA-rannsóknir til að bera kennsl á þau.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×