Innlent

Flughált víða á landinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ökumenn ættu að hafa varann á.
Ökumenn ættu að hafa varann á. Vísir/Gva
Vegagerðin varar við því að fjölmargir vegir á landinu verða flughálir í dag.

Á Suðurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og flughálka á nokkrum köflum.

Á Vesturlandi er víða greiðfært á láglendi en þungfært á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Vatnaleið. Flughálka er á Fróðárheiði, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fellströnd og Skarðsströnd.

Á Vestfjörðum er hálka eða flughálka. Þá er ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi vestra eru aðalleiðir að mestu greiðfærar en annars er víða hálka. Hálka er einnig á flestum leiðum á Norðausturlandi en flughált á Tjörnesi.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja eða hálka með suðausturströndinni. Þó ert flughált á Mýrdalssandi.

Vegir á hálendinu eru að mestu ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×