Innlent

Flughálka víða um land

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Stefán
Hálka er á Hellisheiði og Sandskeiði. Mikið er um hálku víða á Suðurlandi og uppsveitum Árnessýslu, þó eitthvað um hálkubletti.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og skafrenningur á fjallvegum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er djúpið í flughálku. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært um Þröskulda eins og er. Ófært er á Hálfdán og Kleifaheiði en þæfingsfærð á Mikladal. Lokað um Raknadalshlíð. Verið er að kanna aðrar leiðir.

Á Norðurlandi er víða hálka og snjóþekja. Flughálka er frá Hrútafirðinum og uppá Þverárfjall og frá Hofsósi að fljótum, Héðinsfirði og á Grenivíkurvegi. Mokstur er í gangi á flestum leiðum.

Ófært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Biskupshálsi, Hófaskarði, Jökuldal, Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Flughálka er á Oddskarði. Þungfært og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði.

Hálka, snjóþekja eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við hálka og hálkublettir.

Horfur á landinu næsta sólahring: Suðvestan 15-23 m/s og éljagangur, hvassast úti við sjóinn, en úrkomulítið NA-lands. Dregur heldur úr vindi og éljum í kvöld. Hiti kringum frostmark. Gengur í suðaustan 18-23 með slyddu eða rigningu á morgun, en snjókomu fyrir norðan og hlýnar heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×