Erlent

Flugfarþegi skrifaði hjartnæmt bréf til flugstjóra

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Twitter
Flugmaður deildi í morgun handskrifuðu bréfi sem farþegi flugs hafði skrifað til flugstjórans vegna flugslyssins í Frönsku Ölpunum fyrir viku síðan. Bréfið hefur farið víða á samfélagsmiðlum í dag, en í því þakkar konan flugstjóranum fyrir að koma sér heim heilu og höldnu.

Í bréfinu víkur farþeginn sér að slysinu í Ölpunum þar sem 150 manns létu lífið fyrir viku síðan. Hún segist hafa fundið fyrir þörf á því að veita flugstjóranum samúð.

„Í lok dags erum við öll mennsk og eingöngu að reyna að komast í gegnum þessa rússíbanareið sem lífið er. Ég geri mér grein fyrir því að svo skelfilegt atvik hafi áhrif á þá sem bera slíka ábyrgð eins og þú gerir, og kannski hjálpar vingjarnlegt orð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×