Innlent

Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm

Maðurinn var tjóðraður niður í vél Icelandair í gærkvöld.
Maðurinn var tjóðraður niður í vél Icelandair í gærkvöld.
Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn drukkið töluvert magn af áfengi, var með mikil ólæti og jós svívirðingum yfir bæði aðra farþega og áhafnarmeðlimi. Farþegar aðstoðuðu flugliða við að tjóðra manninn niður í sæti sitt og kefluðu hann vegna þess að auk svívirðinga hrækti hann á fólk.


Tengdar fréttir

Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn

Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum.

Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair

Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt.

Flugdólgurinn sendur á spítala

Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala.

Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur

Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×