Flugdólgur yfirbugađur af farţegum hjá Icelandair

 
Innlent
11:17 04. JANÚAR 2013
Myndin hefur vakiđ heimsathygli.
Myndin hefur vakiđ heimsathygli.

Karlmađur var yfirbugađur af farţegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiđinni til New York. Mynd af manninum hefur vakiđ heimsathygli en ţar sést ađ hann hefur hreinlega veriđ límdur viđ sćti sitt.

"Viđ getum stađfest ađ um borđ í flugvél Icelandair í gćrkvöldi var farţegi sem ţurfti ađ binda niđur međ ađstođ farţega," segir Guđjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar ađ tjá sig um myndina sem er sú vinsćlasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega viđ eftir ađ Jón Gnarr borgarstjóri sat ţar fyrir svörum fyrir skömmu.

Guđjón segir manninn hafa veriđ ógnandi, hann réđist á annan farţega og hrćkti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamađur, birti hana á Facebook í gćrkvöldi. Sá telur ađ dólgurinn hafi veriđ íslenskur, en er ekki viss. Guđjón segist ekki vilja gefa upp ţjóđerni mannsins ţegar hann er spurđur.

Ađspurđur hvort ţađ sé einstakt ađ farţegar yfirbugi flugdólga, svarar Guđjón ţví til ađ slíkt sé afar sjaldgćft, "En stundum hafa farţegar ađstođađ áhafnir viđ ađ yfirbuga menn ţegar um ofbeldisfulla framkomu er ađ rćđa," segir Guđjón.

Ađ sögn Guđjóns er svo búnađur í vélinni sem er notađur viđ ađ fjötra dólginn, gerist ţess ţörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af ţessum búnađi.

Guđjón tekur hinsvegar skýrt fram ađ starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktađ manninn vel á međan hann var bundinn. Ađ sögn ţess sem tók myndina, var mađurinn fjötrađur tveimur klukkustundum eftir ađ flugvélin fór í loftiđ. Ţá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu.

Guđjón segir ađ ekki sé ljóst hvađa eftirmálar verđa af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist viđ ţví ađ verđa kćrđur fyrir lćtin.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Flugdólgur yfirbugađur af farţegum hjá Icelandair
Fara efst