Erlent

Flug Solar Impulse heldur áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Solar Impulse 2 á flugi yfir San Francisco þann 23. apríl.
Solar Impulse 2 á flugi yfir San Francisco þann 23. apríl. Vísir/AFP
Flugvélin Solar Impulse 2 er nú á ferð í næsta áfanga hnattflugs, sem sýna á fram á möguleika sólarorku. Flugvélin fór á loft í Tulsa í Oklahoma í dag og stendur til að lenda henni í Ohio í nótt. Til stendur að lenda einu sinni til viðbótar á austurströnd Bandaríkjanna, áður en haldið verður áfram til Evrópu eða Norður-Afríku.

Ferðalagið byrjaði í Dubai í mars.

Sjá einnig: Sólarorkuflugvél flaug yfir Kyrrahafið

Vængir flugvélarinnar eru lengri en á Boeing 747 og á þeim eru 17 þúsund sólarrafhlöður. Þær knýja hreyfla flugvélarinnar og hlaða rafgeyma fyrir flug á næturnar. Meðalhraði er um 45 kílómetrar á klukkustund samkvæmt AP fréttaveitunni, en getur náð um 90 km þegar sólin er sem hæst á lofti.

 

Hægt er að fylgjast með fluginu í beinni útsendingu hér að neðan.
Það eru flugmennirnir Bertrand Piccard og André Borschberg sem fljúga Solar Impulse 2. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Piccard flýgur hring um heiminn, en árið 1999 fór hann hring um heiminn í loftbelg án þess að stoppa.

Borschberg, sem er svissneskur auðkýfingur, hefur varið gífurlega miklum fjármunum til verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×