Innlent

Flug að komast í eðlilegt horf

Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra var ekki þjónusta við annað en neyðarflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt.
Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra var ekki þjónusta við annað en neyðarflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Fréttablaðið/Stefán
Flug á Keflavíkurflugvelli virðist vera að komast í eðlilegt horf en sökum yfirvinnubanns hjá flugumferðarstjórum var ekkert lent á vellinum á milli klukkan níu í gærkvöldi og til klukkan sjö. Þetta hafði áhrif á um 24 flugferðir um völlinn en fyrsta vélin lenti núna klukkan sjö.

Einhvern tíma mun taka að koma öllu í samt lag og eru nokkrar vélanna að lenda töluvert á eftir áætlun.

Nánari upplýsingar um komu og brottfarartíma er að finna á airport.is


Tengdar fréttir

Veruleg röskun á flugi

Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra féll áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll niður frá níu í gærkvöldi til sjö í morgun. Vilja kjarabætur umfram SALEK.

Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll

Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×