Flottustu og ljótustu búningar ensku úrvalsdeildarinnar ađ mati Daily Mail

 
Enski boltinn
23:15 10. FEBRÚAR 2016
Manchester-liđin, City og United, eiga ljótasta og flottasta búninginn.
Manchester-liđin, City og United, eiga ljótasta og flottasta búninginn. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Daily Mail hefur undanfarna tvo daga birt skemmtilega lista yfir flottustu og ljótustu búninga í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Listinn yfir flottustu búninga birtist í gær en á toppi hans trónir aðalbúningur Manchester United á árunum 1992-94.

Newcastle United var með sterkt lið um miðbik 10. áratugs síðustu aldar og aðalbúningur liðsins frá 1995-97 er næstflottasti búningur í sögu úrvalsdeildarinnar samkvæmt Daily Mail. Þriðji er svo aðalbúningur Arsenal frá taplausa tímabilinu 2003-04.

Í dag birtist svo listinn yfir ljótustu búningana. Samkvæmt Daily Mail er varabúningur Manchester City frá árunum 1994-96 sá ljótasti.

Varabúningur Aston Villa frá 1993-95 er sá næstljótasti og þriðji búningur Liverpool frá 2013-14 sá þriðji ljótasti.

Listann yfir flottustu búningana má sjá með því að smella hér og listann yfir ljótustu búningana með því að smella hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Flottustu og ljótustu búningar ensku úrvalsdeildarinnar ađ mati Daily Mail
Fara efst