Körfubolti

Flottasta troðsla sögunnar hjá manni sem er nýbúinn að nefbrotna? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vance Michael Hall.
Vance Michael Hall. Vísir/Stefán
Vance Michael Hall skoraði ekki bara 40 stig í gær og hjálpaði liði Þórs frá Þorlákshöfn að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins því hann spilaði líka síðustu sautján mínútur leiksins nefbrotinn.

Þórsarar hafa sett inn myndband á fésbókarsíðu sína þar sem sést þegar Vance Michael Hall nefbrotnar eftir að hafa fengið óviljandi olnbogaskot frá landa sínum Earl Brown Jr. hjá Keflavík.

Vance Michael Hall lá eftir í gólfinu í smá tíma eftir þetta mikla högg en stóð síðan upp og harkaði af sér. Hall átti eftir að skora 18 stig í leiknum eftir að hann fékk þetta högg.

Sjá einnig:Vance Hall í fámennan hóp með Damon Johnson

Hann fékk boltann í næstu sókn, keyrði í gegnum Leflavíkurvörnina og tróð boltanum í körfuna. Þjálfari hans var líka ánægður með sinn mann.

„Vance Michael Hall lendir í samstuði við Earl Brown og nefbrotnar, heldur áfram og græjar þessa huggulegu troðslu í framhaldi. Harðjaxl sem bauð upp á stórkostlega frammistöðu í gær," skrifaði þjálfari hans Einar Árni Jóhannsson á fésbókarsíðu sína.

Það er hægt að sjá myndbandið frá Þórsurum hér fyrir neðan en þetta hlýtur að vera flottasta troðslan í íslenska körfuboltanum hjá manni sem er nýbúinn að nefbrotna.

„Svona svara Þórsarar fyrir sig ! Vance steinlá eftir baráttu við Earl Brown í vörninni en þakkaði strax fyrir sig í næstu sókn eins og sjá má í meðfylgjandi klippu frá þessum magnaða leik," segir um myndbandið á síðu Þórsara.

Svona svara Þórsarar fyrir sig ! Vance steinlá eftir baráttu við Earl Brown í vörninni en þakkaði strax fyrir sig í næ...

Posted by Þór Þorlákshöfn on 26. janúar 2016

Tengdar fréttir

Komast Þórsarar í fyrsta sinn í Höllina?

Undanúrslit Powerade-bikars karla í körfubolta fara fram í kvöld en þar mætast annars vegar Þór Þorlákshöfn og Keflavík og hins vegar Grindavík og KR.

Vance Hall í fámennan hóp með Damon Johnson

Þórsarinn Vance Michael Hall var magnaður í gær þegar Þorlákshafnarliðið tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn eftir 100-79 heimasigur á Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×