Erlent

Flóttamenn á lestarteinunum við Ermarsundsgöngin

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lestarsamgöngur á milli Englands og Frakklands voru stöðvaðar í nótt.
Lestarsamgöngur á milli Englands og Frakklands voru stöðvaðar í nótt. Vísir/Getty Images
Lestarsamgöngur á milli Englands og Frakklands voru stöðvaðar í nótt eftir að sást til flóttamanna á teinum lestarinnar nærri frönsku borginni  Calais , við munn gangnanna undir  Ermarsundið .



Lögreglan var kölluð til til að fjarlægja fólkið auk þess sem þyrla var fengin til að fljúga yfir lestina til að athuga hvort einhver væri á þaki hennar. Breska blaðið Guardian greinir frá því að einhverjir ferðalangar hafi séð fólk reyna að komast í gegnum göngin á þaki lesta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×