Innlent

Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.
Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar. Mynd/Rauði krossinn
Sýrlensk flóttafjölskylda sem býr á Akureyri hefur fengið hótunarbréf vegna trúar sinnar. Fjölskyldan, sem telur átta manns, eru múslímar. Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins Telegraph um flóttamannaaðstoð Íslendinga.

„Við erum á stað þar sem 99 prósent fólksins heilsar okkar, ein rödd skaðar ekki,“ segir Khattab Al Mohammad við blaðið. „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur. Að segja „takk fyrir“ er varla nógu gott.“

Haft er eftir Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra á Akureyri, í umfjölluninni að sumir heimamenn hafi litið á flóttafólkið sem ógn. „Það eru nokkrir á þessari skoðun,“ segir hann. „En þetta er ekki stór vandamál.“ 

Bendir blaðamaður á í samhenginu að heimamenn hafi meðal annars gefið húsgögn fyrir heimili flóttafólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×