ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 10:44

Stöđvađur án ökuréttinda í ţriđja sinn

FRÉTTIR

Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér

 
Innlent
14:30 20. FEBRÚAR 2016
Krakkarnir hafa međal annars fariđ á snjósleđa í fyrsta skipti á ćvinni eftir ađ ţau komi til Akureyrar.
Krakkarnir hafa međal annars fariđ á snjósleđa í fyrsta skipti á ćvinni eftir ađ ţau komi til Akureyrar. MYND/RAUĐI KROSSINN

Sýrlensk flóttafjölskylda sem býr á Akureyri hefur fengið hótunarbréf vegna trúar sinnar. Fjölskyldan, sem telur átta manns, eru múslímar. Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins Telegraph um flóttamannaaðstoð Íslendinga.

„Við erum á stað þar sem 99 prósent fólksins heilsar okkar, ein rödd skaðar ekki,“ segir Khattab Al Mohammad við blaðið. „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur. Að segja „takk fyrir“ er varla nógu gott.“

Haft er eftir Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra á Akureyri, í umfjölluninni að sumir heimamenn hafi litið á flóttafólkið sem ógn. „Það eru nokkrir á þessari skoðun,“ segir hann. „En þetta er ekki stór vandamál.“ 

Bendir blaðamaður á í samhenginu að heimamenn hafi meðal annars gefið húsgögn fyrir heimili flóttafólksins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér
Fara efst