Lífið

Flöskuskeyti fannst í Noregi: Leitar sendanda skeytisins frá Íslandi

Atli Ísleifsson skrifar
Undir bréfið skrifar Björgvin Matthías sem stundaði nám í Höfðaskóla á Skagaströnd árið 1999.
Undir bréfið skrifar Björgvin Matthías sem stundaði nám í Höfðaskóla á Skagaströnd árið 1999. Mynd/Facebook
Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes leitar nú að sendanda flöskuskeytis sem drengur, sem þá var ellefu ára, sendi þann 1. apríl 1999. Nú, sextán árum síðar fannst skeytið við Tofterøy í Noregi, skammt frá Bergen.

„Ég heiti Björgvin og er ellefu ára gamall. Ég yrði mjög ánægður ef þú myndir senda mér skilaboð ef þú finnur þessa flösku,“ stóð á blaðinu sem fannst í hálfs lítra plastflösku í fjöruborðinu. Undir bréfið skrifar Björgvin Matthías í Höfðaskóla á Skagaströnd.

Korsnes birti myndir af skeytinu á Facebook-síðu sinni í von um að finna sendandann.

„Þetta var líklegast eitthvert barnaskólaverkefni. Ég hugsa að ég hafi sjálfur sent flöskuskeyti þegar ég var barn. En það væri gaman að finna þennan mann. Ég á einn vin frá Íslandi og kannski veit hún hver hann er,“ segir Korsnes í samtali við Vestnytt, sem segist hafa fundið skeytið í daglegum göngutúr sínum í fjörunni á Tofterøy.

Geir Ola Korsnes vill hafa uppi á sendanda skeytisins.Mynd/Vestnytt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×