Lífið

Florence mætti og söng fyrir dauðvona stúlku - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega falleg stund.
Ótrúlega falleg stund. vísir
Florence Welch, söngkonan í sveitinni Florence + the Machine, mætti ásamt gítarleikara sveitarinnar Rob Ackroyd á líknardeild í Austin, Texas á föstudaginn síðastliðinn og hélt einkatónleika fyrir 15 ára unga stúlku sem berst fyrir lífi sínu.

Stelpan átti miða á tónleika með bandinu kvöldið áður en komst ekki vegna veikindanna. Florence ákvað því að mæta til hennar og taka tvö lög fyrir framan fullt herbergi af vinum og vandamönnum stúlkunnar.

Hún söng lögin Dog Days are Over og Shake it Out og hafði heimsóknin greinilega mikla þýðingu fyrir stúlkuna.

Hér að neðan má sjá þessa tilfinningaþrungnu stund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×