Erlent

Flóðin þau verstu í áratug

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Að minnsta kosti fimm eru látnir og hátt í annað hundrað þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín í verstu flóðum í Malasíu í áratug. Spáð er frekara vatnsfalli og þurfa að minnsta kosti hundrað þúsund til viðbótar að flýja heimili sín á næstu dögum. Austurströndin hefur orðið hvað verst úti í flóðunum en þar nær vatnsdýpið allt að tveimur metrum. Yfirvöld hafa ekki lýst yfir neyðarástandi og eru þau harðlega gagnrýnd vegna þessa.

Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, var í fríi í Bandaríkjunum en hefur nú snúið heim til að fylgjast með björgunarstarfi.

http://youtu.be/4luxAyZij-A



Fleiri fréttir

Sjá meira


×