Erlent

Flóðbylgjuviðvaranir dregnar til baka

Íbúi á Hawaii undirbýr bátinn sinn fyrir flóðbylgjuna sem aldrei kom.
Íbúi á Hawaii undirbýr bátinn sinn fyrir flóðbylgjuna sem aldrei kom. Mynd/AP
Áttatíu þúsund manns þurftu að rýma heimili sín á Hawai í nótt af ótta við fljóðbylgju eftir að mjög öflugur skjálfti varð við vesturströnd Kanada. Fljóðbylgjurnur reyndust þó minni en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og hafa fljóðbylgjuviðvaranir verið dregnar tilbaka

Skjálftinn mældist 7,7 stig en ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum því upptök hans voru langt frá mannabyggð. En á Hawaii-eyjum var gefin út viðvörun vegna flóðbylgju. Ekki þótti hætta steðja að á öðrum eyjum í Kyrrahafi.

Þegar hafa fjórar bylgjur skollið á Hawaii en þær stærstu hafa mælst tæplega 60 sentimetrar en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir rúmlega tveggja metra ölduhæð

Sérfræðingur hjá fljóðbylgustofnun á Hawai sagði í nótt að fyrsta fljóðbylgjan sé venjulega ekki sú stærsta. Hann hafi hálfpartinn vonast eftir stærri fljóðbylgjum eftir að hafa fyriskipað svo umfangsmikla rýmingu við strandlengjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×