Innlent

Flóðbylgja yfir Reykjavík ólíkleg frá Snæfellsjökli

Kristján Már Unnarsson skrifar
Engar v í sbendingar eru um a ð sprengigos í Sn æ fellsj ö kli geti or ð i ð svo ö flugt a ð  þ a ð valdi fl óð bylgju í Reykjav í k. Haraldur Sigur ð sson eldfjallafr æð ingur telur mestu h æ ttuna af eldsumbrotum vera fyrst og fremst í n á grenni j ö kulsins.

Nýjar rannsóknir þýskra vísindamanna á eldstöðvum Snæfellsness sýna að smáskjálftar mælast bæði undir Snæfellsjökli og Ljósufjöllum. Haraldur Sigurðsson túlkar skjálftana sem kvikuhreyfingar, sem staðfesti að þessar eldsstöðvar séu virkar.

Þegar Haraldur er spurður um þær hugmyndir manna að Snæfellsjökull sé sérstaklega hættuleg eldstöð svarar hann að menn geti dæmt hættuna út frá fyrri eldgosum.

„Það eru hraungos, nokkuð stór hraun, ekki mjög útbreidd, og það eru nokkur sprengigos. Stærðin á hraunum og stærð sprengigosanna, sem eru þekkt, er ekkert óskapleg. Það er svona í meðallagi. Þannig að hættan er náttúrlega á svæðinu í næsta nágrenni,” segir Haraldur.

Nýleg hraun eins og Berserkjahraun, hraunin í Hnappadal og Grábrókarhraun við Bifröst í Norðurárdal eru allt dæmi um eldvirkni í Ljósufjallaeldstöðinni.

„Það hefur líka verið rætt um það, – ekki meðal vísindamanna, heldur almennings, - að það gæti verið einhver virkni í jöklinum sem gæti til dæmis myndað einhverja flóðbylgju og gæti haft áhrif á Reykjavík. Það er ekkert sem ég veit um sem styrkir það. Þannig að við getum verið alveg rólegir með það,” segir Haraldur Sigurðsson. 

Myndin hér að ofan er tekin við Háahraun, sem talið er yngsta hraun Snæfellsjökuls, en það rann úr toppgíg eldfjallsins fyrir um 1.700 árum.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×