Innlent

Fljótandi vatn á Mars

Curiosity, sendiherra mannkyns á mars
Curiosity, sendiherra mannkyns á mars
Vitjeppinn Curiosity, sem rúntað hefur um auðnir Mars frá því í ágúst 2012, hefur loks fundið vatn í fljótandi formi á Mars. Lengi hefur verið vitað að vatn er að finna á rauðu plánetunni, en aðeins í föstu formi.

Vísindamenn hafa lengi efast að um að vatn í fljótandi formi væri að finna á plánetunni enda er Mars bæði köld og þurr veröld. Curiosity hefur nú fundið vatn undir ryðrauðu yfirborðinu. Líkur eru á að jarðvegur Mars sé rakur og þakinn pækli. Salt lækkar frostmark vatns verulega.

Þrátt fyrir þetta er Mars enn talin ólífvænleg pláneta vegna geislunar.

„Vatn í fljótandi formi er ein af forsendum lífs, ekki allar,“ sagði Morten Bo Madsen, einn af stjórnendum Curiosity-verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×