Innlent

Flestir vilja bæta samgöngumál

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Samgöngumál eru Hafnfirðingum ofarlega í huga.
Samgöngumál eru Hafnfirðingum ofarlega í huga. vísir/valli
Samkvæmt könnun Gall­up þar sem þjónusta Hafnarfjarðar var könnuð kom í ljós að samgöngumál er sá málaflokkur sem flestir eru óánægðir með. Óánægja með samgöngumál í sveitarfélaginu hefur farið vaxandi. Grunnskólamál og endurvinnslu/sorphirðumál voru í öðru og þriðja sæti.

Alls tóku 448 íbúar Hafnarfjarðar þátt í könnuninni og var hún kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd í gær. Spurð hvort það væri eitthvað annað í tengslum við sveitarfélagið sem viðkomandi vildu koma á framfæri svöruðu 29 prósent annað. Þar á eftir svöruðu 23 prósent að það mætti bæta gatnakerfið. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×