Innlent

Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi

Jakob Bjarnar skrifar
Blóðsýni leiðir í ljós að ökumaður var undir áhrifum áfengis. Ekki var um önnur vímuefni að ræða í blóði hans.
Blóðsýni leiðir í ljós að ökumaður var undir áhrifum áfengis. Ekki var um önnur vímuefni að ræða í blóði hans.
Myndbandið sem Vísir fjallaði um í gær hefur vakið gríðarlega athygli enda ævintýralegar aðfarir sem þar sjást þegar ökumaður bíls reynir að koma honum út úr bílakjallara í gegnum fellihlið. Það endar með þeim ósköpum að bíllinn hringsnýst í loftinu og lendir á hvolfi.





Samkvæmt heimildum Vísis kom málið til kasta lögreglunnar og telst það að fullu upplýst. En, langt er um liðið síðan þessi atburður var, dagsetningin sem sést á myndbandsupptökunni er 17.07. 2011. Ökumaðurinn var ákærður en blóðsýni leiðir í ljós að hann var undir áhrifum áfengis. Ekki var um önnur vímuefni að ræða í blóði hans. Þá voru fleiri í bílnum en ökumaðurinn, en ein fimm blóðsýni liggja fyrir í tengslum við málið. Þetta þýðir að þrír farþegar hafa setið í aftursæti bílsins.

Á myndbandinu sést ung stúlka fara úr bílnum og fær hún mikið högg þegar hliðið kastast til við það að ökumaðurinn reynir að djöfla bílnum í gegnum hliðið. Farið var með fólkið á slysadeild en ekki reyndust viðkomandi alvarlega slasaðir. Er það metið sem mildi að ekki fór verr.


Tengdar fréttir

Flips car in parking garage

A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×