LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST NÝJAST 06:30

Lít stoltur og glađur til baka yfir ferilinn

SPORT

Fleiri vegum lokađ: Veđriđ nćr brátt hámarki norđvestanlands

 
Innlent
15:54 12. MARS 2016
Vindaspá Veđurstofu fyrir klukkan fjögur í dag.
Vindaspá Veđurstofu fyrir klukkan fjögur í dag. MYND/VEĐURSTOFA

Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. Veðurhæð nær hámarki um norðvestanlandið í eftirmiðdaginn og ganga mun á með þéttum hryðjum um allt vestanvert landið.

Mjög hvasst er víða á Vestfjörðum og er búið að loka vegum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán og eins á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig er hvasst á Norðurlandi og varar umferðaþjónusta Vegagerðarinnar sérstaklega við hviðum á Siglufjarðarvegi.

Þá er áfram óveður á Snæfellsnesi og vegirnir um Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði enn lokaðir. Vegir á Austurlandi eru sagðir mikið til auðir en hálkublettir sumstaðar.

Á morgun er spáð talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri og von er á fyrstu asahláku ársins um land allt. Mun hún ágerast þegar líður á kvöldið.

Veðurstofa segir viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja og bendir á að gott er að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara.

Samfara hlákunni má búast við því að blautur og þungur snjór finni sér farveg og því skapast aukin hætta á aur- og krapaflóðum víðsvegar í fjalllendi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við og umhverfi ár, sem og á ferðum sínum um fjalllendi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fleiri vegum lokađ: Veđriđ nćr brátt hámarki norđvestanlands
Fara efst