Innlent

Fleiri útköll frá útlendingum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lögreglubíll á Akureyri.
Lögreglubíll á Akureyri. vísir/pjetur
Símtöl sem bárust Neyðarlínunni frá útlenskum símanúmerum voru 3,37 prósent allra útkalla á síðasta ári. Þeim fjölgaði um fjórtán prósent frá árinu 2015 en þá voru þau 2,95 prósent útkalla. Árið 2014 voru þau 2,16 prósent útkalla.

Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni var heildarfjöldi útkalla í kringum 150 þúsund öll árin þrjú. Því bárust rúm fimm þúsund útköll úr útlenskum númerum árið 2016.

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að hafa beri þó í huga að margir útlendingar kaupi sér íslensk frelsisnúmer við komuna til landsins. Þannig séu útköll frá ferðamönnum fleiri en umrædd 3,37 prósent. Þó segir hann að munurinn sé ekki mikill. Jafnframt hafi fjöldi ferðamanna sem kaupa frelsiskort haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×