Erlent

Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýrlenskur maður heldur á skilti við lestarstöðina í Köld þar sem á stendur: Íslam gegn kynjahyggju.
Sýrlenskur maður heldur á skilti við lestarstöðina í Köld þar sem á stendur: Íslam gegn kynjahyggju. Vísir/EPA
Meirihluti Þjóðverja óttast nú að yfirvöld þar ráði ekki við þann fjölda flóttafólks sem þangað sækja. Nýársárásirnar í Köln eru sagðar hafa haft veruleg áhrif á viðhorf Þjóðverja til flóttafólks. Sjö af tíu óttast að fólksflóttinn muni leiða til frekari glæpa í landinu.

Í desember sögðust 46 prósent Þjóðverja óttast að ekki verði ráðið við fjölda flóttafólks, en alls komu 1,1 milljón manns til Þýskalands í fyrra. Samkvæmt nýrri könnun hefur þetta hlutfall nú hækkað í 60 prósent.

Þar að auki hefur hlutfall þeirra sem óttast að menningargildum þeirra sé ógnað með komu flóttafólks hækkað úr 33 prósentum í október í 42 nú um miðjan janúar.

Ráðist var á hundruð konur í Köln á nýársnótt. Káfað var á mörgum þeirra og voru margar rændar. Sökudólgarnir voru að mestu karlmenn frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Allt í allt hafa 652 kærur borist til lögreglu og þar af 331 vegna kynferðisglæpa.


Tengdar fréttir

Hundruð handtekin í mótmælum

Óeirðir brutust út í tengslum við mótmæli gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“ í þýsku borginni Leipzig á mánudagskvöld.

Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði

Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér.

Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið

Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×