Tónlist

Fleiri sveitir bætast við á Andkristni

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Svartidauði koma fram ásamt fleiri satanistum.
Svartidauði koma fram ásamt fleiri satanistum. mynd/xiii concert photography
Fleiri hljómsveitir hafa verið tilkynntar á Andkristnihátíðina, langlífustu þungarokkshátíð landsins sem fer fram 21. desember á Gauknum en það eru sveitirnar Úrhrak, Naðra, Mannvirki og Carpe Noctem.

Ásamt þeim koma fram Svartidauði, Sinmara, Abominor og Misþyrming.

Af þeim sveitum sem koma fram á hátíðinni hafa tvær þegar gefið út breiðskífur hjá erlendum fyrirtækjum en þröngskífa Svartadauða, Synthesis of Whore & Beast, er væntanleg og sömuleiðis plöturnar Söngvar Elds og Óreiðu með Misþyrmingu og Opus Decay með Abominor.

Andkristni var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Hægt er að nálgast miða á Tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×