Erlent

Fleiri sprengingar í Palmyra

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Palmyra í Sýrlandi.
Frá Palmyra í Sýrlandi. Vísir/AFP
Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir hafa sprengt í loft upp þrjá turna í rústum fornu borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Síðan þeir hertóku rústirnar í maí, hafa vígamennirnir meðal annars sprengt upp tvö hof og haldið fjöldaaftöku í rústunum.

„Þeir sprengdu upp þrjá grafhýsisturna, á best varðveittu og fallegustu,“ segir Maamoun Abdelkarim, yfirmaður forminjastofnunar Sýrlands, við AFP fréttaveituna.

Turnarnir sem um ræðir standa fyrir utan borgina og eru á svæði sem kallast Dalur grafhýsanna. Þar var líkum ríkra fjölskyldna borgarinnar komið fyrir.

Rústirnar eru á fornminjaskrá UNESCO.

Samkvæmt UNESCO myndaðist Palmyra í kringum vin í eyðimörkinni, en Rómverjar tóku þar völdin á fyrstu öld. Flestar rústirnar eru frá þeim tíma, en borgin stóð á landamærum menningarheima og var hún byggð í stíl sem blandar saman grísk-rómverskum áhrifum við persnesk.


Tengdar fréttir

Leynivopn Íslamska ríkisins

Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×