Erlent

Fleiri fílar drepnir en koma í heiminn

Atli Ísleifsson skrifar
Varað er við að með áframhaldandi veiðiþjófnaði kunni dýrin að deyja út á næstu hundrað árum.
Varað er við að með áframhaldandi veiðiþjófnaði kunni dýrin að deyja út á næstu hundrað árum. Vísir/Getty
Fleiri fílar eru nú drepnir í Afríku á hverju ári en koma í heiminn. Ný rannsókn sýnir að frá árinu 2010 hafa að meðaltali 35 þúsund fílar verið drepnir árlega í heimsálfunni.

Varað er við að með áframhaldandi veiðiþjófnaði kunni dýrin að deyja út á næstu hundrað árum.

Ólögleg viðskipti með fílabein hafa aukist stórlega á síðustu ár og er kíló af fílabeini nú selt á fleiri þúsund Bandaríkjadala. Aukin eftirspurn er fyrst og fremst rakin til vaxandi markaðar í Asíu.

Í frétt BBC segir að milli 2010 og 2013 hafi Afríka misst að meðaltali um sjö prósent fílastofnsins á hverju ári. Fílastofninn stækkar um fimm prósent á ári með náttúrulegri fjölgun, og er því ljóst að fleiri drepast nú en eru bornir.

Fækkunin er mismikil eftir svæðum í Afríku, og er hvað mest í Mið-Afríku þar sem áætlað er að stofninn hafi minnkað um sextíu prósent síðasta áratuginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×