Erlent

Fleiri fara til Grænlands

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Loftslagsbreytingar hafa vakið athygli á Grænlandi.
Loftslagsbreytingar hafa vakið athygli á Grænlandi. vísir/vilhelm
Ferðamenn sem komu til Grænlands í fyrra voru 96 þúsund. Árið 2014 voru ferðamennirnir tæplega 80.000. Umfjöllun um loftslagsbreytingar hefur vakið athygli á landinu.

Kristilega dagblaðið í Danmörku hefur það eftir ferðamálafræðingi við háskólann í Álaborg að fólk vilji sjá Grænlandsjökul áður en hann bráðnar. Anders Steenbakken hjá Visit Greenland segir að á Grænlandi sé hægt að sjá með eigin augum skriðjökla hopa.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×