Fleiri fá vinnu í elsta hópi

 
Innlent
07:00 13. FEBRÚAR 2016
Mögulega hafa einhverjir ţurft af slíta sig frá golfinu vegna aukinnar atvinnuţátttöku fólks í elsta hópi.
Mögulega hafa einhverjir ţurft af slíta sig frá golfinu vegna aukinnar atvinnuţátttöku fólks í elsta hópi. VÍSIR/PJETUR

„Bati á vinnumarkaði var umtalsverður árið 2015, sé miðað við atvinnuleysi eða hlutfall starfandi. Sá bati virðist skila sér til elsta launahópsins, hlutfall starfandi á aldrinum 55 til 74 ára er nú með því hæsta sem sést hefur árum saman,“ segir í nýrri umfjöllun VR og vísað í nýjasta efnahagsyfirlit stéttarfélagsins.

Þar kemur fram að atvinnuleysi hafi minnkað um eitt prósentustig og mælst 4,0 prósent á árinu 2015. „Hlutfall starfandi hækkaði um 1,8 prósentustig og var 79,2 prósent sem er hærra­ en gildið 2004,“ segir í efnahagsyfirlitinu. „Hlutfall starfandi þarf þó að hækka um 2,2 prósentustig til að ná hámarkinu 2007.“

Batinn er þó sagður hafa skilað sér misvel eftir aldurshópum og kynjum. „Hlutfall starfandi hefur aukist talsvert frá hruni hjá aldurshópnum 16 til 24 ára og meðal kvenna í þeim aldurshópi hefur það ekki mælst hærra í rúman áratug,“ segir í umfjöllun VR. Sama er sagt eiga við um elsta hópinn, 55 til 74 ára. „Hlutfall starfandi kvenna á þeim aldri hefur ekki mælst hærra á tímabilinu 2003 til 2015 og afar lítið vantar upp á að karlar nái hámarkinu 2006.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fleiri fá vinnu í elsta hópi
Fara efst