Fleiri en Katrín Ómarsdóttir yfirgefa Liverpool-liđiđ

 
Enski boltinn
18:51 05. JANÚAR 2016
Fara Williams.
Fara Williams. VÍSIR/GETTY

Katrín Ómarsdóttir samdi við enska úrvalsdeildarliðið Doncaster Rovers en hún hefur spilað með Liverpool undanfarin þrjú tímabil.

Það var þegar orðið ljóst að Katrín yrði ekki áfram hjá Liverpool en hún varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með félaginu á þessum þremur árum.

Katrín er langt frá því að vera eina landsliðskonan sem er á leið frá Liverpool því enska landsliðskonan Fara Williams skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Arsenal. Þær hafa spilað saman á miðju Liverpool-liðsins undanfarin ár.

Fara Williams tryggði enska landsliðinu bronsið á HM í Kanada síðasta sumar og er sú sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir England eða 148 leiki.

Fara Williams vann enska titilinn með Katrínu 2013 og 2015 en þessi 31 árs gamli miðjumaður hefur einnig spilað með Chelsea, Charlton og Everton.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Fleiri en Katrín Ómarsdóttir yfirgefa Liverpool-liđiđ
Fara efst