Innlent

Fleiri börn sem eiga foreldra fædda á Íslandi búa við skort en áður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í nýrri skýrslu UNICEF um efnislegan skort barna á Íslandi kemur fram að staða barna sem eiga foreldra sem ekki eru fæddir hér á landi hefur batnað verulega frá árinu 2009 sé litið til efnislegra gæða. Þannig bjuggu 12,5 prósent barna sem áttu foreldri eða foreldra sem fæddir voru erlendis við skort en aðeins 2,9 prósent barna sem áttu foreldra sem fæddir voru á Íslandi.

Árið 2014 var staðan hins vegar önnur þar sem hlutfallslega fleiri börn sem áttu foreldra sem fæddir voru á Íslandi bjuggu við skort heldur en börn sem áttu foreldri eða foreldra fædda erlendis.

Þannig bjuggu alls 9,4 prósent þeirra barna sem eiga foreldra fædda á Íslandi við skort árið 2014 og hefur sú tala ríflega þrefaldast á fimm árum. Á hinn bóginn hafði hlutfall þeirra barna sem eiga foreldri eða foreldra fædda erlendis lækkað um tæplega helming og mældist 6,8 prósent.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.

mynd/unicef á íslandi

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×