Erlent

Fleiri bakteríur í klakavélum en klósettskálum

Jakob Bjarnar skrifar
Starfsmaður The Mail á Bretlandi með sýnin úr klakavél annars vegar og klósettskálinni hins vegar.
Starfsmaður The Mail á Bretlandi með sýnin úr klakavél annars vegar og klósettskálinni hins vegar.

Fleiri bakteríur er að finna í klaka sex af tíu vinsælustu skyndibitastaða Bretlands en finna má í klósettskálum sömu veitingahúsa.

Þau á The Mail on Sunday tóku sýni sem síðan voru efnagreind. Niðurstaðan var sú að á McDonald´s, Burger King, KFC, Starbucks, Cafe Rouge og Nando´s var meira magn af bakteríum en tekið var úr klósettskálum sömu staða. Sérfræðingar segja að þetta sé sennilega vegna þess að klósettin eru þrifin oftar en klakavélarnar. Fjögur sýnanna innihéldu svo mikið magn sýkla að talin var yfir ástættanlegum mörkum eðlilegs hreinlætis, samkvæmt rannsóknarstofu sem viðurkennd er af stjórnvöldum.

Dr. Melody Greenwood, fyrrverandi yfirmaður rannsóknarstofu á vegum opinberrar heilbrigðisstofunar, sagði að niðurstöðurnar sýndu að veitingastaðirnir þyrftu að ganga úr skugga um að starfsfólkið kynni að meðhöndla klaka. Þetta er viðvörun í þá átt, að sögn Greenwood; margir telja að ísinn sé svo kaldur að þar þrífist ekki sýklar en svo er sannarlega ekki. Skæðar bakteriur á borð við E.coli geta leynst í klakavélunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×