Innlent

Fleiri á móti sameiningarviðræðum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/hari
Mjótt var á munum í rafrænum íbúakosningum í Ölfusi sem fram fóru dagana 17.-26. mars. Einungis fjögur atkvæði skera úr um hvort bæjarstjórn hefji viðræður við sameinungu við önnur sveitarfélög.

Alls voru 304 hlynntir viðræðum en 308 andvígir þeim. Fimm skiluðu auðu. Á kjörskrá voru 1432, sextán ára og eldri. Alls greiddu 617 atkvæði eða rúm 43 prósent.

Einnig var spurt ræða ætti við önnur sveitarfélög en þá vildu 286 ræða við Hveragerði og 215 við Grindavík. Þá var spurt um heppilegustu tímasetningu Hafnardaga og töldu 309 að ágúst eftir verslunarmannahelgi hentaði best, en 149 töldu sjómannadagshelgina heppilegasta.


Tengdar fréttir

Prufukeyra kerfi rafrænna kosninga

Ölfusingar verða fyrstir til að prófa nýtt kerfi Þjóðskrár um rafrænar íbúakosningar. Kosið verður í mars um hug til sameiningar öðrum sveitarfélögum. Hluti af þróun kerfis sem nota á í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×