Handbolti

Flautumark Mikkel Hansen skaut Dönum í 8-liða úrslitin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mikkel skoraði ótrúlegt flautumark sem skaut Dönum í 8-liða úrslitin.
Mikkel skoraði ótrúlegt flautumark sem skaut Dönum í 8-liða úrslitin. Vísir/Getty
Danmörk tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitunum með ótrúlegum 26-25 sigri á Katar á Ólympíuleikunum í Ríó en Mikkel Hansen tryggði Dönum sigur með marki á lokasekúndu leiksins.

Katar var með undirtökin framan af í leiknum og leiddi nánast allan fyrri hálfleikinn en mest fór munurinn upp í fjögur mörk í stöðunni 10-6.

Danska liðinu tókst þó að jafna metin skömmu fyrir leikslok og var staðan jöfn í hálfleik 14-14.

Í seinni hálfleik voru það Danir sem stýrðu umferðinni og leiddu allan tímann. Fór munurinn þegar mest var upp í þrjú mörk en alltaf tókst leikmönnum Katar að svara.

Náðu þeir að jafna metin og héldu í er virtist vera lokasóknina þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka.

Danska liðið náði hinsvegar að vinna boltann þegar fimm sekúndur voru eftir, keyra upp hraðahlaup og skora sigurmarkið þegar lokaflautið gall.

Hreint út sagt ótrúlegur lokasprettur en með sigrinum er danska liðið öruggt inn í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að einn leikur sé eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×