Fótbolti

Flautaði leik í Evrópudeildinni af eftir grjótkast stuðningsmanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Duda í leik með Legia Varsjá.
Duda í leik með Legia Varsjá. Vísir/Getty
Dómari leiksins neyddist til þess að flauta leikinn eftir tæplega klukkustund í leik Kukesi og Varsjá Warsaw í Evrópudeildinni í gær eftir að Duda, leikmaður pólska liðsins, fékk stein í hausinn frá stuðningsmönnum albanska félagsins Kukesi.

Legia komst stuttu áður í 2-1 en leikurinn var stöðvaður undir eins þegar steini var kastað í hausinn á Duda. Var leikmaðurinn tilbúinn að koma aftur inná en dómari leiksins, hinn svissneski Stephan Klossner, tók það ekki í mál og flautaði leikinn af.

Legia Warsaw tilkynnti á Twitter-síðu sinni að dómari leiksins hefði flautað leikinn af og að líklegast yrði hann dæmdur Legia í hag líkt og Kukesi hefði gefið leikinn frá sér.

Er þetta annað árið í röð sem pólska liðið er þátttakandi í vafamáli hjá evrópska knattspyrnusambandinu en í fyrra var liðið dæmt úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa teflt fram ólöglegum leikmanni í leik liðsins gegn Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×