Íslenski boltinn

Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FH-ingar voru mjög ósáttir við að ekki var dæmd rangstaða í fyrra marki Stjörnunnar í úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla í gær. Ólafur Karl Finsen var augljóslega rangstæður er hann kom Stjörnunni yfir undir lok fyrri hálfleiks. Markið má sjá í spilaranum að ofan.

Stuðningsmenn FH voru margir hverjir ósáttir með dómgæsluna í leiknum. Töldu sumir einnig að ekki hefði átt að dæma vítaspyrnu undir lok leiksins sem Ólafur Karl skoraði sigurmark Stjörnunnar úr.

Að leik loknum hljóp einn stuðningsmanna FH inn á völlinn og veittist að Sigurði Óla Þorleifssyni, aðstoðardómara sem FH-ingar voru ósáttir við í fyrra markinu. Kristinn Jakobsson staðfestir í samtali við Fótbolta.net að áhorfandinn hafi slegið til Sigurðar Óla.

,,Hann sló til hans, tók flaggið og braut það," segir Kristinn. Sigurður Óli hafi þó náð að forða sér undan áhorfandanum.

Flöggin sem aðstoðardómarar í Pepsi-deildinni nota eru af dýrari gerðinni en í þeim er sérstakur búnaður sem tengist dómara leiksins. Flaggið þarf að senda til útlanda í viðgerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×