Innlent

Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi

Gissur Sigurðsson skrifar
Annar högninn sem stolið var, Kiss me.
Annar högninn sem stolið var, Kiss me. Mynd/Ólafur Njálsson
Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis.

Kettirnir voru á læstu svæði á efri hæð skemmunnar og var læsingin brotin upp. Ólafur Njálsson, sem hefur stundað ræktun á bengalköttum í nokkur ár, metur tjónið á allt að tvær milljónir króna, en hver kettlingur er seldur á 150 þúsusnd krónur.

Bengal kettir eru líkari stærri frændum sínum eins og blettatígrum, en venjulegum köttum. Ólafur telur víst að kona hafi verið með í för, því þjófarnir festu bíl sinn heima á hlaði og var brjóstahaldari númer 34-D meðal annars notaður til að púkka undir hjólið sem spólaði, og lá hann eftir á vettvangi.

Önnur læðan sem heitir Lukka.Mynd/Ólafur Njálsson
Fressinum Prins var einnig stolið.Mynd/Ólafur Njálsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×