Innlent

Fjörtíu þjóðerni á RIFF

Linda Blöndal skrifar
RIFF er nú haldin í ellefta sinn, stendur frá 25.september til 5.október og teygir sig víðar en nokkru sinni áður, eða til Sauðárkróks og Seyðisfjarðar, Færeyja, Grænlands og Parísar. Yfir hundrað myndir verða sýndar, leiknar myndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Sem fyrr er margt í gangi í kringum hátíðina eins og málþing og fyrirlestrar, tónleikar, ljósmyndasýningar og fleira.Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn eru tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd.

RIFF mun í ár beina stjónum sínum sérstaklega að ítölskum kvikmyndum.

Heimildarmyndir áberandi

Heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess og leiknar myndir sem sérstaklega fjalla um mannréttindi og umhverfismál verða áberandi. Eins eru fjölmargar konur í leikstjórastólnum að þessu sinni. En eins og fjallað um mikið um í fjölmiðlum hafnaði Reykjavíkurborg að styrkja RIFF eins og áður og munaði þar um átta milljónir króna.

Mike Leigh og John Pilger gestir

Erlendir heiðursgestir hátíðarinnar verða meðal annars breski leikstjórinn Mike Leigh, höfundur kvikmyndarinnar Secrets and Lies og ástralski rannsóknarblaðamaðurinn John Pilger sem starfar í Bretlandi og hefur skrifað mikið um stríðsátök og var fréttamaður í Víetnam stríðinu svo fátt sé nefnt.

Dagskráin er viðamikil og fjölbreytt og má sjá á vefsíðu riff.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×