Lífið

23 útskriftarnemar með sýningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útskriftarefni í grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun í Upplýsingatækniskólanum vorið 2017.
Útskriftarefni í grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun í Upplýsingatækniskólanum vorið 2017.
Útskriftarnemar í grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun verða með nemendasýningu laugardaginn 25. mars kl. 14:00–16:00. Grafísk miðlun/prentsmíð, ljósmyndun og prentun eru allt löggildar iðngreinar.

Að þessu sinni útskrifast fjórtán nemendur í grafískri miðlun/prentsmíð, átta í ljósmyndun og einn í prentun.

Hóparnir, með aðstoð kennara, hafa unnið saman að skipulagi, uppsetningu og markaðssetningu á útskriftarsýningunni. Tilgangur hennar er að vekja athygli atvinnulífsins á útskriftarefnunum því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér námssamninga og ljúka sveinsprófi.

Nemendur hafa boðið forsvarsmönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreinunum ásamt ættingjum sínum og vinum á sýninguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu. Það er einnig tilvalið fyrir alla sem hafa áhuga á námi í þessum greinum að koma og kynna sér iðngreinarnar og spjalla við útskriftarefnin og kennara.

Nemendur halda úti Instragram myndasíðu og Facebook siðu þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningi og daglegu starfi þeirra í skólanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×