Erlent

Fjórtán særðir í hnífaárás í Þýskalandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fjórtán eru særðir eftir hnífaárás í Þýskalandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Fjórtán eru særðir eftir hnífaárás í Þýskalandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/AFP
Fjórtán særðust, og þar af tveir alvarlega, þegar maður veittist með eggvopni að farþegum um borð í strætisvagni í þýsku borginni Luebeck. Árásin átti sér stað laust fyrir klukkan tvö í dag.

Þýska lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna málsins og óstaðfestar heimildir fréttastofu BBC herma að árásarmaðurinn sé nú í haldi lögreglu.

Stór hluti lögregluliðs borgarinnar hefur verið kallaður út vegna árásarinnar að því er fram kemur í stöðuuppfærslu lögreglunnar á Twitter. 

Samkvæmt þýskum miðlum er árásarmaðurinn af írönsku bergi brotinn og notaði hann eldhúshníf til verknaðarins.

Ulla Hingst, þýskur saksóknari, segist ekki geta útilokað að um hryðjuverk sé að ræða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×