Erlent

Fjórtán grunaðir um ætlaða árás á hælisleitendur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Fjórtán einstaklingar voru handteknir í Svíþjóð í gærkvöldi grunaðir um að hafa verið að undirbúa árás á hælisleitendur. Fólkið var handtekið á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir að fjöldi ábendinga hafði borist lögreglu um fyrirhugaða árás.

Talið er að hópurinn hafi verið á leið í miðstöð flóttamanna þegar hann var tekinn höndum, en í fórum fólksins fundust ýmis barefli, meðal annars járnrör.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að rannsókn málsins sé í gangi og að fólkið verði yfirheyrt síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×